Félagsmiðstöðin Fellið - 100% starf
Reykjavíkurborg
Office
Dalskóla
Full Time
Við auglýsum eftir öflugum starfsmanni í fullt starf í félagsmiðstöðina Fellið, Dalskóla en félagsmiðstöðin er fyrir 10-16 ára börn í Dalskóla, Úlfarsárdal. Umsækjendur þurfa að hafa mikinn áhuga á að vinna með börnum og unglingum og vera með stúdentspróf.
Fellið tilheyrir Frístundamiðstöðinni Brúnni. Brúin starfrækir níu félagsmiðstöðvar í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti og Úlfarsárdal sem heita Ársel, Fellið, Fjörgyn, Fókus, Holtið, Plútó, Sigyn, Vígyn og sértæka félagsmiðstöðin Höllin.
Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna- og unglinga í gegnum leik og starf.
Markhópur félagsmiðstöðva eru börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.
Í boði er fullt starf þar sem vinnutíminn felur í sér dag- og kvöldvinnu.
Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 25. ágúst 2025 til byrjun júní 2026.
Umsækjendur þurfa að vera með stúdentspróf og vera á tuttugasta aldursári.
Verkefni og Ábyrgð
* Skipulagning á faglegu félagsmiðstöðvarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára.
* Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
* Halda utan um og sinna hópastarfi með börnum og unglingum.
* Samráð og samvinna við börn, unglinga og starfsfólk.
* Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.
Hæfniskröfur
* Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
* Fjölbreytt færni sem nýtist í starfi með börnum og unglingum.
* Reynsla af félagsmiðstöðvastarfi, eða frítímastarfi með börnum og unglingum.
* Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
* Frumkvæði og sjálfstæði.
* Færni í samskiptum.
* Íslensku kunnáta á stigi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Frekari upplýsingar um starfið
* Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis stéttarfélags. Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöð eða frístundaráðgjafi í félagsmiðstöð sé umsækjandi með háskólapróf. Sjá nánar á Heimasíðu Sameykis
* Vinsamlegast sendið inn starfsferilskrá með umsókn.
* Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
* Starfshlutfall 100%
* Tímabundin ráðning
Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Dögg Rúnarsdóttir forstöðukona í Fellinu (linda.dogg.runarsdottir@reykjavik.is) eða Inga Lára Björnsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í Frístundamiðstöðinni Brúnni (inga.lara.bjornsdottir@reykjavik.is).
Félagsmiðstöðin Fellið - 100% starf
Office
Dalskóla
Full Time
July 21, 2025